Íhugar höft á framsal greiðslumarks

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst hafa velt því fyrir sér hvernig stjórnvöld geti gripið inn í atburðarásina ef kúabændur lendi í þroti vegna skulda. Ein leið er að setja höft á framsal greiðslumarks, a.m.k. tímabundið, að því er Jón sagði á aðalfundi Landssambands kúabænda í dag.

Jón benti á í ávarpi sínu að lentu kúabændur í þroti yrði mikil röskun á þeirra högum og fjölskyldna þeirra. 

„Í þannig tilfellum koma einnig fram mörg álitamál varðandi það greiðslumark sem tilheyrir slíku búi. Ef það greiðslumark fer burt af jörðinni eða úr byggðarlaginu getur það leitt til mjög óheppilegrar röskunar eða samþjöppunar sem sumum finnst nóg komið að,“ sagði Jón í ræðu sinni.

„Ég hef svo sannarlega því velt því fyrir mér hvort rétt sé og þá hvernig  stjórnvöld geti grípið inn  í þessa atburðarás. Ef það yrði gert mætti hugsa sér að lögbinda ákvæði þess efnis að binda framsali greiðslumarks a.m.k. tímabundið ákveðnum skilyrðum og t.d. ákveða að óheimilt væri að framselja eða ráðstafa með öðrum hætti greiðslumarki mjólkur úr einstökum sveitarfélögum eða byggðalögum, sem tilheyra gjaldþroti einstaklinga eða fyrirtækja sem hafa fengið heimild til greiðslustöðvunar.

Hliðstæð lagasetning um sjávarútveg  varðandi takmörkun á flutningi afheimilda  úr byggðarlögum  er nú í meðferð Alþingis.“

Ræða Jóns Bjarnasonar á aðalfundi Landssambands kúabænda
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert