Íhugar höft á framsal greiðslumarks

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, kveðst hafa velt því fyr­ir sér hvernig stjórn­völd geti gripið inn í at­b­urðarás­ina ef kúa­bænd­ur lendi í þroti vegna skulda. Ein leið er að setja höft á framsal greiðslu­marks, a.m.k. tíma­bundið, að því er Jón sagði á aðal­fundi Lands­sam­bands kúa­bænda í dag.

Jón benti á í ávarpi sínu að lentu kúa­bænd­ur í þroti yrði mik­il rösk­un á þeirra hög­um og fjöl­skyldna þeirra. 

„Í þannig til­fell­um koma einnig fram mörg álita­mál varðandi það greiðslu­mark sem til­heyr­ir slíku búi. Ef það greiðslu­mark fer burt af jörðinni eða úr byggðarlag­inu get­ur það leitt til mjög óheppi­legr­ar rösk­un­ar eða samþjöpp­un­ar sem sum­um finnst nóg komið að,“ sagði Jón í ræðu sinni.

„Ég hef svo sann­ar­lega því velt því fyr­ir mér hvort rétt sé og þá hvernig  stjórn­völd geti grípið inn  í þessa at­b­urðarás. Ef það yrði gert mætti hugsa sér að lög­binda ákvæði þess efn­is að binda framsali greiðslu­marks a.m.k. tíma­bundið ákveðnum skil­yrðum og t.d. ákveða að óheim­ilt væri að fram­selja eða ráðstafa með öðrum hætti greiðslu­marki mjólk­ur úr ein­stök­um sveit­ar­fé­lög­um eða byggðalög­um, sem til­heyra gjaldþroti ein­stak­linga eða fyr­ir­tækja sem hafa fengið heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar.

Hliðstæð laga­setn­ing um sjáv­ar­út­veg  varðandi tak­mörk­un á flutn­ingi af­heim­ilda  úr byggðarlög­um  er nú í meðferð Alþing­is.“

Ræða Jóns Bjarna­son­ar á aðal­fundi Lands­sam­bands kúa­bænda
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka