Krefjandi ganga að gosinu

Stikaða gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hverfur undir hraun við gosstöðvarnar.
Stikaða gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls hverfur undir hraun við gosstöðvarnar. mbl.is/Jón Viðar Sigurðsson

Gönguleiðin frá Skógum að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og aftur til baka er um 30 km löng. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að sést hafi til göngufólks á gallabuxum og strigaskóm og án bakpoka á leið upp að eldgosinu. Sumir hafa gefist upp í Baldvinsskála og þurft að snúa þar við.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur beint því til fólks að það búi sig vel og fari vel útbúið og nestað á Fimmvörðuháls. Gangan er krefjandi og raunar ekki fyrir óvana, heldur  fólk sem er í góðri þjálfun og er vant vetrarferðum á fjöllum.

Fyrirtækið Loftmyndir hefur sett inn á síðu sína GPS hnit af lönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Einnig er þar að finna landakort sem sýnir hvernig hraun hefur runnið yfir gönguleiðina að hluta.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka