„Ég er algerlega ósammála því. Við höfum lagt okkur fram um að rækta þetta samstarf og gert allt sem við höfum getað til að tryggja framgang þeirra mála sem fjallað er um.
Og þó komið hafi upp núningur og ágreiningur um einstök mál er það minniháttar í mínum augum samanborið við mikilvægi þessa samstarfs og að það geti haldið áfram. Ég vonast nú til þess að það geri það.“
Þannig mælir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þá gagnrýni Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, að ríkisstjórnin hafi svikið stöðugleikasáttmálann og segir sáttmálann ekki í hættu. Þá lýsir Steingrímur yfir vonbrigðum með viðbrögð Samtaka atvinnulífsins í skötuselsmálinu.
Hann sé „algerlega sannfærður um að aðstæðurnar muni þrýsta þessum aðilum saman aftur“.