Athugað hvort hægt er að auka aflaheimildir

Skötuselur
Skötuselur mbl.is

For­sæt­is­ráðherra, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, hef­ur góðar von­ir um að at­vinnu­ástand muni glæðast með vor­inu þar sem mik­ill gang­ur er í út­flutn­ings­at­vinnu­veg­um eins og ferðamennsku, sjáv­ar­út­vegi og áliðnaði.

LÍÚ stjórn­ar ekki stjórn­ar­ráðinu á meðan Jó­hanna er á vakt

„Skort­ur á afla­heim­ild­um í sum­ar er áhyggju­efni og hlýt­ur að verða til þess að gerð verði sér­stök at­hug­un á því hvort hægt sé að auka afla­heim­ild­ir tíma­bundið til að kljást við þann vanda inn­an for­svar­an­legra marka," seg­ir Jó­hanna.

Hún seg­ir að fiski­stofn­arn­ir í ís­lenskri lög­sögu séu sam­eign þjóðar­inn­ar. „Í stað þess að vinna að því með stjórn­völd­um að koma skyn­sam­legu  fyr­ir­komu­lagi á nýt­ingu þess­ar­ar auðlind­ar kjósa kvóta­haf­ar að hefja alls­herj­ar áróðurs­stríð sem miðar greini­lega að því að fella rík­is­stjórn­ina og koma hrun­flokk­un­um aft­ur til valda. Þeir eru van­ir því að segja stjórn­ar­ráðinu fyr­ir verk­um og una því illa að þeim sé ekki hlýtt. En á minni vakt er það ekki LÍÚ sem stýr­ir í stjórn­ar­ráðinu," sagði Jó­hanna á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag.

Hún seg­ist hafa mik­inn skiln­ing á því að öfl­ug fisk­vinnslu- og út­gerðarfyr­ir­tæki þurfi stöðug­leika og fyr­ir­sjá­an­leika í rekstri. 

Hef­ur enga samúð með þeim sem braska með kvót­ann

„Ég hef hins veg­ar enga samúð með því hvernig út­gerðar­menn hafa ráðskast með kvót­ann á und­an­förn­um árum, leigt hann, selt hann, veðsett hann, braskað með hann og stundað glæfra­spil með fjár­muni úr sjáv­ar­út­veg­in­um í óskyld­um grein­um. Allt á grund­velli sam­eign­ar þjóðar­inn­ar sem þeim hef­ur verið trúað fyr­ir. Nú standa þeir uppi stór­skuldug­ir og þurfa að eig­in sögn á 100 millj­arða króna af­skrift­um að halda til þess að geta haldið fyr­ir­tækj­un­um gang­andi.

Í þess­ari stöðu eiga menn ekki að leggj­ast í áróður og blekkja fólk til stuðnings við sig. Menn eiga að hverfa frá villu síns veg­ar og setja mál í þann sáttafar­veg sem rík­is­stjórn­in hef­ur reynt að stýra þeim í. Útgerðar­menn hafa svarað öll­um til­lög­um stjórn­valda með hót­un­um. Það er stund­um stór á þeim kjaft­ur­inn eins og á skötu­seln­um," seg­ir Jó­hanna.

Áhersla á upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma og at­hugað með bygg­ingu nýs fang­els­is

Á næstu vik­um mun rík­is­stjórn­in kynna marg­vís­leg­ar aðgerðir í at­vinnu­mál­um sem snúa m.a. að vega­gerð og sam­göngu­mál­um, at­vinnu­mál­um náms­manna, bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um á veg­um op­in­berra aðila, viðhalds­fram­kvæmd­um og öðru sem teng­ist há­anna­tím­an­um í sum­ar og fram á haust, að sögn Jó­hönnu.

„ Sér­stök áhersla verður lögð á upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma og í al­var­legri at­hug­un er að ráðast í bygg­ing­un nýs fang­els­is sem lengi hef­ur staðið til.
Bygg­ing­ariðnaður­inn er sér­stakt vanda­mál sem rík­is­stjórn­in hef­ur feng­ist við t.d. með því að ýta und­ir viðhalds­fram­kvæmd­ir um land allt með af­námi virðis­auka­skatts. Það kem­ur einnig til greina að veita þeim ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um skattafslátt sem leggja í slík­ar fram­kvæmd­ir. Á veg­um stjórn­valda og í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in er verið að vinna að áætl­un um stór­felld­ar flýtifram­kvæmd­ir í viðhalds­mál­um sem verður mjög um­fangs­mik­il og mannafla­frek," seg­ir Jó­hanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka