Bankar hætti kúabúskap

Kýr á fóðrum.
Kýr á fóðrum. Atli Vigfússon

Fundarmenn á aðalfundi Landssamtaka kúabænda samþykktu fyrir skömmu það sem þeir kalla „harðorða ályktun vegna seinagangs lánastofnana við úrlausnir á skuldavanda kúabænda, sem og vegna þeirra úrlausna bankanna að yfirtaka rekstur búa og reka í samkeppni við bændur.“

Í ályktuninni segir að beita þurfi í sem ríkustum mæli almennum skuldaleiðréttingum, þannig að jafnræðis sé gætt og tryggt að þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir bankahrun eigi sér áframhaldandi rekstrargrundvöll.

„Afar mikilvægt er að skekkja ekki samkeppnisstöðu bænda í milli við úrlausnir einstakra mála. Þá er ólíðandi að bankarnir taki yfir rekstur búa og reki í samkeppni við bændur,“ segir ennfremur í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert