Boðar rannsókn á einkavæðingunni

Rannveig Guðmundsdóttir og Ingibjörn Sólrún Gísladóttir, hlýddu á forsætisráðherra á …
Rannveig Guðmundsdóttir og Ingibjörn Sólrún Gísladóttir, hlýddu á forsætisráðherra á flokksþingi Samfylkinarinnar í dag mbl.is/Ómar Óskarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, boðaði á flokksþingi Samfylkingarinnar í dag að hún myndi beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni ef henni verður ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Hún segir að Samfylkingarfólk muni ekki kveinka sér undan því að þeirra hlutur verði dreginn fram í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn 2007-2008 í skýrslu nefndarinnar. 

Fram kom í ávarpi Jóhönnu að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins hafi bannað Kaupþingi að kaupa hollenska bankann NIBC. Áður hefur komið fram í máli Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Fjármálaeftirlitsins, að FME hafi stöðvað kaupin á bankanum.

„Enda þótt eftirlitsstofnanir væru þá stórefldar og gripið til varúðarráðstafana td. með því að heimila stærsta gjaldeyrislán í sögunni og banna kaup á hollenskum banka þá varð hrunadansinn ekki stöðvaður,"sagði Jóhanna í dag.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert