Verði frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum að lögum mun Samkeppniseftirlitið fá nýjar og víðtækari heimildir til að grípa inn í starfsemi fyrirtækja, m.a. með því að skipta upp markaðsráðandi fyrirtæki.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra væntir skjótrar afgreiðslu á frumvarpinu.
„Ég hef þetta náttúrulega ekki í hendi mér en þetta var samþykkt í ríkisstjórn í morgun [gærmorgun] og fer þá fyrir þingflokka og verður svo vonandi lagt fyrir Alþingi fyrir páska. Síðan er það auðvitað Alþingis að ákveða hvaða framgang frumvarpið fær, en mínar vonir standa til þess að málið verði klárað fyrir sumarhlé.“
Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.