Flugóhapp á gossvæðinu

Eldgos á Fimmvörðuhálsi
Eldgos á Fimmvörðuhálsi RAX / Ragnar Axelsson

Flugó­happ varð á gossvæðinu við Eyja­fjalla­jök­ull rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur í dag. Eng­in slys urðu á fólki. Lög­reglumaður á Hvols­velli sem mbl.is ræddi við tel­ur að fis­vél hafi nauðlent of­ar­lega á Fimm­vörðuhálsi. Flugmaður­inn var einn í vél­inni, sem er mikið skemmd. 

Björg­un­ar­sveit­ar­menn eru um þess­ar mund­ir á leið upp Fimm­vörðuháls með lög­reglu­menn og fólk frá rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa. Meira var ekki hægt að segja um slysið að svo stöddu, seg­ir lög­regl­an.

Mikið af fólki er á gossvæðinu og hafa lög­reglu- og björg­un­ar­sveit­ar­menn áhyggj­ur af því að ekki fari all­ir með gát. Lög­reglumaður á Hvols­velli seg­ir öku­menn vélsleða og fjór­fjóla fara held­ur glanna­lega um svæðið. Þá hafi jafn­framt björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um fund­ist þyrlurn­ar fara of ná­lægt bæði gosstöðvun­um og eins fólki á jörðu niðri, sér­stak­lega í gær.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert