Flugóhapp á gossvæðinu

Eldgos á Fimmvörðuhálsi
Eldgos á Fimmvörðuhálsi RAX / Ragnar Axelsson

Flugóhapp varð á gossvæðinu við Eyjafjallajökull rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Engin slys urðu á fólki. Lögreglumaður á Hvolsvelli sem mbl.is ræddi við telur að fisvél hafi nauðlent ofarlega á Fimmvörðuhálsi. Flugmaðurinn var einn í vélinni, sem er mikið skemmd. 

Björgunarsveitarmenn eru um þessar mundir á leið upp Fimmvörðuháls með lögreglumenn og fólk frá rannsóknarnefnd flugslysa. Meira var ekki hægt að segja um slysið að svo stöddu, segir lögreglan.

Mikið af fólki er á gossvæðinu og hafa lögreglu- og björgunarsveitarmenn áhyggjur af því að ekki fari allir með gát. Lögreglumaður á Hvolsvelli segir ökumenn vélsleða og fjórfjóla fara heldur glannalega um svæðið. Þá hafi jafnframt björgunarsveitarmönnum fundist þyrlurnar fara of nálægt bæði gosstöðvunum og eins fólki á jörðu niðri, sérstaklega í gær.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert