Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur samið við Ekron um áframhaldandi rekstur úrræða á sviði atvinnutengdrar endurhæfingar en fyrri samningur rann úr gildi um síðustu áramót. Samningurinn gildir út júní á þessu ári.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að það sé með samninga við hátt í fimmtán aðila um atvinnutengda endurhæfingu. Markmiðið þessara samninga sé að koma í veg fyrir ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði og skapa aukin atvinnutækifæri fyrir þá sem vilja vera virkir á vinnumarkaði.
Samkvæmt samningnum við Ekron munu 28 einstaklingar njóta starfsendurhæfingar á vegum samtakanna á samningstímanum, að því er segir í tilkynningunni.