Þúsundir á leið út um páskana

Margir streyma á sólarstrendur um páskana.
Margir streyma á sólarstrendur um páskana. mbl.is/GSH

Samkvæmt upplýsingum frá stærstu ferðaskrifstofum og flugfélögum landsins verða a.m.k. 8 þúsund Íslendingar á faraldsfæti erlendis um páskana.

Straumurinn liggur annars vegar til heitari staða á borð við Tenerife, Kanaríeyjar, Alicante og Suður-Spán og hins vegar til borga á borð við London, Kaupmannahöfn, Orlando, Berlín og Dublin.

Að mati viðmælenda hefur farþegum fjölgað milli ára, en mismikið þó eftir tegundum ferða. Einnig benda þeir á að landsmenn hafi almennt bókað páskaferðina fyrr þetta árið en í fyrra.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka