Vaxandi órói í eldgosinu

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi mbl.is/Rax

Nokkuð jafn gang­ur virðist hafa verið í gos­inu á Fimm­vörðuhálsi í alla nótt. Tölu­verður gosórói hef­ur verið á mæl­um Veður­stof­unn­ar í nótt og farið held­ur vax­andi nú und­ir morg­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá al­manna­vörn­um.

Margt fólk hef­ur verið á ferð við gosstöðvarn­ar og hef­ur verið nokkuð um það að fólk væri að fara vest­ur og norður fyr­ir þær þrátt fyr­ir að varað hafi verið við því að vera þar á ferð. Hraun get­ur farið að renna í vest­ara Hvann­ár­gil hvenær sem er og fólk þá lokast inni norðan við hraun­straum­inn.

Um 2.400 bíl­ar um Hellu

Mik­il um­ferð hef­ur verið á Suður­landi í alla nótt. Frá miðnætti hafa tæp­lega 2400 bíl­ar farið um Hellu og um 700 bíl­ar farið um veg­inn und­ir Eyja­fjöll­um. Minnt er á að veg­ur­inn um inn­an­verða Fljóts­hlíð er mjór mal­ar­veg­ur og veg­far­end­ur eru hvatt­ir til að aka þar með gát og flýta sér hægt.

„Að end­ingu er fólk enn og aft­ur minnt á að sýna aðgæslu við eld­stöðvarn­ar. Eld­gos eru hættu­leg og þó menn telji sig vera farna að sjá ein­hverja reglu í hegðan goss­ins eft­ir að hafa fylgst með því dá­litla stund þá eru alltaf lík­ur á óvana­leg­um at­b­urðum í nátt­úru­ham­förum af þessu tagi.

Sem dæmi má til að mynda nefna gufu­spreng­ing­ar þegar hraunið kemst í snert­ingu við snjó og ís svo af verða spreng­ing­ar sem þeyta hnull­ung­um hundruð metra," seg­ir í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert