Fimm hektarar brunnu í Seldal

Sinubruni - mynd úr safni.
Sinubruni - mynd úr safni. Rax / Ragnar Axelsson

Nokkuð stór bruni varð í Seldal við Hvaleyrarvatn seint í gærkvöldi. Um 22:38 fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eldinn. Tveir dælubílar og tankbíll, alls tíu slökkviliðsmenn, unnu að því í þrjár klukkustundir að slökkva eldinn.

Þegar loks var búið að slökkva eldinn höfðu fimm hektarar af sinu, lúpínu og skógræktarsvæði brunnið. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þarf það sjaldan að fást við bruna af þessari stærðargráðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert