Gosið gæti hafa náð hámarki

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Ragnar Axelsson

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur bendir á það á bloggi sínu að órói sem mældist á Goðabungu, skammt austan við eldgosið á Fimmvörðuhálsi, hafi minnkað tvo síðustu dagana. Hann telur það geta bent til þess að gosið hafi náð hámarki og fari nú að minnka verulega.

„Ég tel að órói sé einn besti mælikvarði á gang gossins. Órói orsakast af flæði eða straumi hraunkvikunnar upp gosrásina og er nokkurn veginn í beinu hlutfalli við magn kviku sem streymir upp á yfirborðið. Mér sýnist að órói hafi minnkað um 10% síðustu tvo dagana. Það er ekki mikið, en það kann að benda til að gosið sé búið að ná toppnum og fari nú að minnka verulega,“ skrifar Haraldur m.a.

Blogg Haraldar eldfjallafræðings

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka