Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert hæft í ummælum Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um að rætt hafi verið um stofnun fyrirtækjaleikskóla. Þetta kom fram í máli Dags á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær.
Einhverjum finnst sjálfsagt fyndin tilhugsun að flokkurinn hafi verið á fullu fyrir hrun í viðræðum við að afhenda Kaupþingi og Glitni leikskóla með stofnun „fyrirtækjaleikskóla". Það hefur þó ekki formlega verið slegið af - heldur er í frestun, segir Dagur.
Þorbjörg Helga segir að slíkt hafi aldrei verið sett fram í borgarkerfinu sem tillaga og viðræður um slíkt hafi aldrei farið fram, hvorki banka né önnur fyrirtæki.