VG ræðir ummæli forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra mbl.is/Ómar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur krafist þess að ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um samstarfsflokkinn á fundi Samfylkingarinnar í gær verði rædd á þingflokksfundi VG á morgun. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. 

Ummæli forsætisráðherrans um Vinstrihreyfinguna grænt framboð fóru fyrir brjóstið á ýmsum þingmönnum VG, að sögn fréttastofu RÚV. Hún vitnaði m.a. í flokkssystur sína sem líkti því að halda þingmeirilhlutanum saman við það að „smala köttum“.

RÚV hafði það eftir einum ónefndum þingmanni VG að það væri „með ólíkindum“ að forsætisráðherra léti svona ummæli út úr sér. Þá munu þingmenn sem taldir eru tilheyra „órólegu deildinni“ í VG  hafa tekið ummælin til sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert