VG ræðir ummæli forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra mbl.is/Ómar

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur kraf­ist þess að um­mæli Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, um sam­starfs­flokk­inn á fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í gær verði rædd á þing­flokks­fundi VG á morg­un. Rík­is­sjón­varpið greindi frá þessu. 

Um­mæli for­sæt­is­ráðherr­ans um Vinstri­hreyf­ing­una grænt fram­boð fóru fyr­ir brjóstið á ýms­um þing­mönn­um VG, að sögn frétta­stofu RÚV. Hún vitnaði m.a. í flokks­syst­ur sína sem líkti því að halda þing­meiril­hlut­an­um sam­an við það að „smala kött­um“.

RÚV hafði það eft­ir ein­um ónefnd­um þing­manni VG að það væri „með ólík­ind­um“ að for­sæt­is­ráðherra léti svona um­mæli út úr sér. Þá munu þing­menn sem tald­ir eru til­heyra „óró­legu deild­inni“ í VG  hafa tekið um­mæl­in til sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert