7,54% kjörsókn hjá VR

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.

Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til trúnaðarstarfa hjá VR nú lokið en hún stóð frá 15. mars til hádegis í dag. Atkvæði greiddu 2102 en á kjörskrá voru alls 27.879 og var kosningaþátttaka því 7,54%.

A-listi sameinaðs VR, listi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna fékk 1430 atkvæði eða 72,3% í listakosningu fjögurra stjórnarmanna til tveggja ára.  L-listi Opins lýðræðis í VR fékk 549 atkvæði eða 27,7%. Samkvæmt  því voru þau Jóhanna S. Rúnarsdóttir, Jón Magnússon, Sigríður Stefánsdóttir og Sigurður Sigfússon kosin í stjórn  VR til tveggja ára.

Þá voru þær Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, Guðrún Helga Tómasdóttir og  Hildur Mósesdóttir kosnar í stjórn VR í einstaklingsbundinni kosningu til eins árs en þær fengu allar yfir 80% greiddra atkvæða.

Önnur úrslit á heimasíðu VR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert