Alls staðar mokafli

Óli og Vagn komu kátir að landi.
Óli og Vagn komu kátir að landi. Morgunblaðið/Alfons

Óli Ol­sen og Vagn Ing­ólfs­son, skip­verj­ar á Esj­ari SH, voru kát­ir þegar þeir komu að landi á föstu­dag með 20 tonna afla eft­ir fjög­ur köst.

„Það er sama hvar við köst­um, alls staðar er mokafli, en í mars­mánuði sem er há­vertíð eru bát­ar bundn­ir í landi vegna kvóta­leys­is,“ seg­ir Ant­on Ragn­ars­son, skip­stjóri á Esj­ari SH.

Í sjáv­ar­pláss­um eru vax­andi áhyggj­ur vegna kvóta­leys­is. Í kvöld er fund­ur í Ólafs­vík á veg­um verka­lýðsfé­lags­ins og bæj­ar­yf­ir­valda þar sem staðan verður rædd. Á fundi flokks­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar um helg­ina sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra að at­hugað yrði hvort auka mætti afla­heim­ild­ir.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, að mik­il­vægt væri að ákv­arðanir um afla­heim­ild­ir væru tekn­ar í sam­ræmi við vís­inda­leg­ar niður­stöður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert