Búast má við breytingum á ráðherraliði

Frá þingflokksfundi VG í dag.
Frá þingflokksfundi VG í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að búast megi við breytingum í ríkisstjórninni á einhverjum stigum, í áföngum eða stærri skrefum, á kjörtímabilinu.

Eftir þingflokksfund í dag var Steingrímur spurður út í hugsanlegar breytingar. Hann sagði ekkert ákveðið í þeim efnum „en það hefur legið fyrir að það gæti komið til breytingar, í áföngum eða stærri skrefum á kjörtímabilinu. Það eru fagráðherrar í ríkisstjórn sem ákveðið var að biðja um að vera áfram þegar hún var endurnýjuð í maí á síðasta ári, en það var heldur ekki tímasett hversu lengi sú tilhögun yrði við líði. Það má þvi búast við breytingum á einhverjum stigum.“

Fagráðherrarnir sem um ræðir eru Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Spurður hvort einhver komi frekar til greina sem ráðherra en annar, t.d. Ögmundur Jónasson, sagði Steingrímur: „Hann er einn af þeim sem kemur sterklega til greina ef við munum hrókera til fólki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert