Dýrkeypt leit að köttum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. mbl.is/Golli

„Ef það dug­ar ekki að eiga sam­ræður við rík­is­stjórn­ina af því að hún er alltaf að leita að kött­un­um – það er ekki mjög gott að smala kött­um – þá verður þessi sam­ræða að eiga sér stað við fleiri aðila inni á Alþingi,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, um sundr­ung­ina inn­an stjórn­ar­inn­ar.

Gylfi sat í dag fund með aðild­ar­fé­lög­um Alþýðusam­bands­ins þar sem fram kom mik­il óánægja með frammistöðu stjórn­valda í at­vinnu­mál­um.

Óró­inn spill­ir fyr­ir

Hann tel­ur stöðuna óviðun­andi enda valdi óró­inn á stjórn­ar­heim­il­inu því að ekki sé hægt að hrinda mik­il­væg­um mál­um í fram­kvæmd.

„For­sæt­is­ráðherra er að lýsa því hvernig hún þurfi að vinna til að ná meiri­hluta. Þetta er auðvitað með öllu óviðun­andi vegna þess að við sömd­um við rík­is­stjórn­ina um ákveðna þætti stöðug­leika­sátt­mál­ans í at­vinnu­mál­um sem ekki er verið að hrinda í fram­kvæmd," seg­ir Gylfi og bæt­ir því við að fund­ar­menn hafi gagn­rýnt Sam­tök at­vinnu­lífs­ins fyr­ir að hlaupa frá sam­starf­inu á grund­velli skötu­sels­máls­ins. Eðli­legt sé að sam­tök­in efni nú launa­hækk­an­ir sem frestað var á grund­velli stöðug­leika­sátt­mál­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert