Dýrkeypt leit að köttum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. mbl.is/Golli

„Ef það dugar ekki að eiga samræður við ríkisstjórnina af því að hún er alltaf að leita að köttunum – það er ekki mjög gott að smala köttum – þá verður þessi samræða að eiga sér stað við fleiri aðila inni á Alþingi,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um sundrungina innan stjórnarinnar.

Gylfi sat í dag fund með aðildarfélögum Alþýðusambandsins þar sem fram kom mikil óánægja með frammistöðu stjórnvalda í atvinnumálum.

Óróinn spillir fyrir

Hann telur stöðuna óviðunandi enda valdi óróinn á stjórnarheimilinu því að ekki sé hægt að hrinda mikilvægum málum í framkvæmd.

„Forsætisráðherra er að lýsa því hvernig hún þurfi að vinna til að ná meirihluta. Þetta er auðvitað með öllu óviðunandi vegna þess að við sömdum við ríkisstjórnina um ákveðna þætti stöðugleikasáttmálans í atvinnumálum sem ekki er verið að hrinda í framkvæmd," segir Gylfi og bætir því við að fundarmenn hafi gagnrýnt Samtök atvinnulífsins fyrir að hlaupa frá samstarfinu á grundvelli skötuselsmálsins. Eðlilegt sé að samtökin efni nú launahækkanir sem frestað var á grundvelli stöðugleikasáttmálans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka