Endurskoðun AGS ljúki sem fyrst

Mark Flanagan.
Mark Flanagan.

Mark Flanagan, sem fer með málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir við Bloomberg fréttastofuna, að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri sjóðsins, hafi falið starfsfólki að vinna að því með íslenskum stjórnvöldum að ljúka annarri endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands sem fyrst.

Fram kemur í frétt Bloomber, að Strauss-Kahn hafi gefið þessi fyrirmæli eftir að íslensk stjórnvöld fóru fram á að endurskoðuninni yrði flýtt. Þeir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, áttu fund með Strauss-Kahn í Washington á föstudag.  

Umfjöllun um Ísland er ekki komin á dagskrá framkvæmdastjórnar AGS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert