Gosórói er aftur að vaxa

Gosórói hefur vaxið aftur í dag en hann datt talsvert …
Gosórói hefur vaxið aftur í dag en hann datt talsvert niður í nótt sem leið. Þór Kjartansson

Gosórói við gosstöðvarn­ar á Fimm­vörðuhálsi hef­ur farið vax­andi í dag. Óró­inn datt niður í nótt og framund­ir morg­un. Upp úr klukk­an 18.00 kom hrina nokk­urra jarðskjálfta upp á 2-2,5 stig. Þeir fund­ust m.a. í Húsa­dal í Þórs­mörk. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands hef­ur dregið úr gosóró­an­um í heild­ina frá því fyr­ir helg­ina. Nú um kvöld­mat­ar­leytið var óró­inn að ná svipuðu stigi og hann var á í gær­kvöldi. 

Ragn­heiður Hauks­dótt­ir, staðar­hald­ari í Húsa­dal í Þórs­mörk von­ar að opnað verði fyr­ir ferðir í Þórs­mörk, jafn­vel þegar á morg­un. Það er þó ekki ákveðið, að henn­ar sögn.

„Miðað við stöðuna núna skilst mér að það eigi jafn­vel að at­huga það á morg­un,“ sagði Ragn­heiður. Hún sagði að þeim hafi verið gef­in svo­lít­il von um að það verði opnað, en það getu þó breyst með skömm­um fyr­ir­vara.

„Núna eru bún­ir að vera ein­hverj­ir 5-6 jarðskjálft­ar en nán­ast ekk­ert þar á und­an,“ sagði Ragn­heiður um kl. 19.30 í kvöld. Hún sagði að þau hafi fundið nokkra jarðskjálfta í Húsa­dal og allt nötrað í stóra hús­inu í stærsta skjálft­an­um.

„Maður er orðinn hálf ónæm­ur fyr­ir þeim, það er ekki nema þeir verði nærri sem maður verður meira var við þá,“ sagði Ragn­heiður um jarðskjálft­ana.

Hún sagði að þau úr Húsa­dal hafi farið inn í Langa­dal í gær og ekið aðeins í átt­ina að Bás­um og allt virst vera með kyrr­um kjör­um líkt og var fram eft­ir degi í dag.

„Nú er að fær­ast ein­hver órói í þetta, en maður ger­ir sér ekki grein fyr­ir hvað mikið það er,“ sagði Ragn­heiður.

Mik­il bílaum­ferð hef­ur verið fyr­ir vest­an Húsa­dal, inn af Fljóts­hlíðinni. Þau í Húsa­dal horfa beint yfir á ferðamanna­straum­inn þar. Ragn­heiður sagði að það hafi verið æv­in­týra­leg sjón að sjá alla bíl­ana um helg­ina.

„Það hef­ur verið ótrú­leg­ur fjöldi af bíl­um hérna hinum meg­in. Þegar maður horfði upp í Ein­hyrn­ing var eins og það væri búið að setja jóla­skraut yfir!

Það er grát­legt að vera hérna meg­in og geta ekki boðið þessu fólki að koma yfir. Mér hef­ur fund­ist það vera pín­leg staða. Að öðru leyti væs­ir ekk­ert um okk­ur hér.“

Marg­ir hafa hringt í Húsa­dal og spurt um gist­ingu um pásk­ana og þó nokk­ur­ir hringt í dag. „Ég vona að það verði svo­lítið líf­legt hjá okk­ur og að þetta fái að opn­ast,“ sagði Ragn­heiður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert