Gremja í herbúðum VG eftir ræðu forsætisráðherra

Ræða Jóhönnu hefur fallið í grýttan jarðveg hjá vinstrin grænum.
Ræða Jóhönnu hefur fallið í grýttan jarðveg hjá vinstrin grænum. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, hefur vakið misjöfn viðbrögð innan raða Vinstri grænna. Margir eru henni gramir og hafa farið fram á að ræðan verði tekin til umræðu á þingflokksfundi VG í dag.

Forsætisráðherra hafði orð á því að tíma- og orkufrekt væri að smala saman „hoppandi meirihluta“. Vísaði hún í orð ónefndrar flokkssystur sinnar sem líkti slíkum athöfnum við að „smala köttum“.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki gefa slíkum málflutningi háa einkunn.

Sjá nánar um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert