Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, hefur vakið misjöfn viðbrögð innan raða Vinstri grænna. Margir eru henni gramir og hafa farið fram á að ræðan verði tekin til umræðu á þingflokksfundi VG í dag.
Forsætisráðherra hafði orð á því að tíma- og orkufrekt væri að smala saman „hoppandi meirihluta“. Vísaði hún í orð ónefndrar flokkssystur sinnar sem líkti slíkum athöfnum við að „smala köttum“.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki gefa slíkum málflutningi háa einkunn.
Sjá nánar um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.