Mótmæla breytingum í miðbæ Akureyrar

Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri Akureyrar, Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri og …
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri Akureyrar, Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri og Knútur Karlsson, sem afhenti undirskriftarlistana. mbl.is/Kristján

Hermanni Jóni Tómassyni, bæjarstjóra á Akureyri, voru í dag afhentir undirskriftarlistar sem 3.785 höfðu ritað nafn sitt á og með því mótmælt þeim miklu breytingum sem fyrirhugaðar eru í miðbæ Akureyrar.

„Við höfum safnað undirskriftum í rúmar þrjár vikur og mér sýnist þetta vera hátt í 30% kosningabærra Akureyringa sem hafa skrifað á listana," sagði Jón Hjaltason, einn þeirra sem að söfnuninni stóðu, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. „Við mótmælum síkinu og þeim mörgu háhýsum sem á að byggja í einni þröng og í þannig hefta í raun aðgengi okkar að miðbænum."

Jón Hjaltason segir að í raun og veru séu þeir, sem undirskriftunum söfnuðu,  „hjartanlega sammála markmiðunum sem eru sett fram í skipulaginu en þegar þau eru borin saman við framkvæmdina kemur í ljós að markmiðin eru gleymd. Þau endurspegla ekki það sem á að gera og það þykir okkur afar slæmt."

Jón segir að farið sé fram á að hætt verði við framkvæmdir. „Ef ekki, verði bæjarbúum leyft að kjósa um þetta skipulag vegna þess að þarna er verið að gjörbreyta miðbænum - eyðileggja hann, myndi ég reyndar segja sjálfur - auk þess sem um verður að ræða umtalsverð fjárútlát."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert