Hindúar fagna því að íslensk stjórnvöld hafi bannað nektardans á Íslandi. Trúarleiðtoginn Rajan Zed segir í yfirlýsingu að Alþingi hafi með ákvörðun sinni stigið skref í rétta átt.
Zed, sem er forseti Universal Society of Hinduism, segir að konur séu ekki vörur sem menn geti keypt og selt að vild. Fyrirtæki eigi ekki að hagnast á nekt starfsmanna sinna.
Hann vísar í helgirit Hindúa og segir að guðirnir séu ánægðir ef virðing sé borin fyrir konum. Samkvæmt hindúatrú sé guð og eiginkona hans tákn fyrir tvíhyggju hins heilaga sambands, saman séu þau tákn fyrir vald guðdómsins.