Össur fordæmir hryðjuverkaárásir

Kona kveikir á kerti til minningar um þá sem létust …
Kona kveikir á kerti til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum í Moskvu. Reuters

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sendi í dag Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna á neðanjarðarlestakerfið í Moskvu í morgun. Þar eru árásirnar jafnframt fordæmdar.

Alls létust 38 rússneskir ríkisborgarar í sprengjutilræðunum. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins var enginn Norðurlandabúi meðal hinna 73 sem slösuðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert