Sorpa frestar gjaldtöku

00:00
00:00

Stjórn Sorpu bs ákvað á fundi í morg­un að fresta gjald­töku vegna los­unn­ar garðaúr­gangs á end­ur­vinnslu­stöðvum fé­lags­ins. Ákvörðunin er tek­in vegna mik­ill­ar óánægju viðskipta­vina sem meðal ann­ars hafa kvartað yfir því að gjald sé tekið af los­un líf­ræns úr­gangs sem síðan er seld­ur aft­ur í formi moltu.

Ákvörðunin nú þýðir þó ekki að al­farið sé hætt við gjald­töku held­ur henni ein­ung­is slegið á frest. Að sögn Björns H. Hall­dórs­son­ar fram­kvæmda­stjóra Sorpu kvörtuðu viðskipta­vin­ir einnig yfir því að gjald­tak­an hafi veið illa kynnt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert