Þingflokkur VG á fundi

Þingmenn VG ráða nú ráðum sínum.
Þingmenn VG ráða nú ráðum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar í Alþingishúsinu klukkan 14 en efsta mál á dagskrá er ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra frá því í gær, sem hefur vakið misjöfn viðbrögð meðal flokksmanna VG.

Jóhanna sendi Vinstri grænum tóninn í ræðu sinni í gær, þegar hún sagði að það væri tíma- og orkufrekt að smala saman „hoppandi meirihluta“. Það væri svipað og að „smala köttum“.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki gefa slíkum málflutningi háa einkunn: „Forsætisráðherra velur það orðalag sem hún telur hæfa sínu samstarfsfólki en hver og einn tekur ábyrgð á sínum orðum. Mér finnst ekki við hæfi að líkja stjórnmálamönnum við hjarðir sem smalað er í réttir eða dilka, hvort sem um ræðir ketti eða sauði, það gildir einu. Þessi hugsunarháttur hefur verið Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála á liðnum tíma. Jafnvel má segja að hjarðmennska stjórnmálastéttarinnar sé ein meginorsaka hrunsins.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert