Fréttaskýring: Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra mbl.is/Ómar

Óánægju gætir innan þingflokks Vinstri grænna (VG) vegna ýmissa ummæla sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, lét falla á flokksráðsfundi á Hótel Loftleiðum á laugardag.

Jóhanna kallaði eftir óbilandi stuðningi stjórnarflokkanna, þingmanna þeirra og ráðherra, við þá skýru framtíðarsýn sem marka þyrfti. Hún ræddi fækkun ráðuneyta á þessu ári, þar með talda stofnun atvinnuvegaráðuneytis sem myndi þýða endalok sérstaks sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

Margt í ræðunni álitaefni

Ráðherrann segir að vanhugsað sé að veikja stjórnsýslulega stöðu þess ráðuneytis sem hann stýrir, nú þegar ESB-viðræður nálgast, enda muni reyna mjög mikið á ráðuneytið í aðildarviðræðunum.

Undir þetta tekur Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG. Hann fullyrðir að fyrir forsætisráðherra vaki að veikja stöðu landbúnaðar og sjávarútvegs áður en aðildarviðræður við ESB hefjist af fullum krafti: „Það kemur ekki til greina af minni hálfu að veikja stöðu grunnatvinnuveganna í ESB-ferlinu, jafnvel þó að einhverjir kunni að hafa áhuga á því,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær.

„Ég veit ekki betur en að flokksráð VG hafi slegið allar stjórnarráðsbreytingar út af borðinu í janúar síðastliðnum. Ég geng út frá því að okkar þingflokkur muni taka stöðu með landbúnaði og sjávarútvegi í ESB-ferlinu. Það væri ekki trúverðugt fyrir flokk, sem leggst gegn ESB-aðild, að samþykkja þær breytingar sem forsætisráðherra lagði til í ræðu sinni í gær.“

„Þetta var óvenjuleg ræða og ég get staðfest að hún vakti ekki mikla hrifningu í okkar röðum,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann segir að öllum sé ljóst að í stjórnarsamstarfi tveggja flokka muni koma upp ágreiningsmál: „Ég neita því ekki, ég hefði auðvitað óskað þess að forsætisráðherra hefði í ræðu sinni frekar einblínt á það sem sameinar ríkisstjórnarflokkana.“

Inntur eftir því hvort honum hugnist að setjast aftur í ráðherrastól innan skamms svarar Ögmundur: „Ég hef margítrekað að ég hafi ekki gengið skælbrosandi út úr stjórnarráðinu, en ég fer ekki þangað aftur inn á hvaða forsendum sem er, annars hefði ég ekki farið þaðan til að byrja með. En ég tel að aðstæður í dag séu breyttar frá því sem var síðastliðið haust. Icesave-málið er komið í farveg sem ég hefði viljað. Uppskurður er á málinu og aðkoma að samningaborðinu er þverpólitísk og ásættanleg lausn er fyrirsjáanleg. Hvað varðar aðkomu mína að ríkisstjórn er ég einfaldlega að lýsa viðhorfum sem ég hef alltaf haft, allar götur frá því þegar ég sagði af mér embætti. Þar hefur engin breyting orðið á og engin ákvörðu verið tekin um aðkomu mína að ríkisstjórninni,“ segir hann.

Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, formann VG í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ekki náðist heldur í varaformanninn Katrínu Jakobsdóttur, né heldur þingflokksformanninn Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.

Viðamestu skuldavandaaðgerðir hins vestræna heims

Einnig kom fram að á milli 60 og 80 þúsund manns hefðu notið úrræðanna, en með nýjum leiðum í greiðsluaðlögum og úrræðum vegna bílalána, „færi að reyna í alvöru á afskriftir til einstaklinga“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert