Fréttaskýring: Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra mbl.is/Ómar

Óánægju gæt­ir inn­an þing­flokks Vinstri grænna (VG) vegna ým­issa um­mæla sem Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lét falla á flokks­ráðsfundi á Hót­el Loft­leiðum á laug­ar­dag.

Jó­hanna kallaði eft­ir óbilandi stuðningi stjórn­ar­flokk­anna, þing­manna þeirra og ráðherra, við þá skýru framtíðar­sýn sem marka þyrfti. Hún ræddi fækk­un ráðuneyta á þessu ári, þar með talda stofn­un at­vinnu­vegaráðuneyt­is sem myndi þýða enda­lok sér­staks sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is.

Margt í ræðunni álita­efni

Ráðherr­ann seg­ir að van­hugsað sé að veikja stjórn­sýslu­lega stöðu þess ráðuneyt­is sem hann stýr­ir, nú þegar ESB-viðræður nálg­ast, enda muni reyna mjög mikið á ráðuneytið í aðild­ar­viðræðunum.

Und­ir þetta tek­ur Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður VG. Hann full­yrðir að fyr­ir for­sæt­is­ráðherra vaki að veikja stöðu land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs áður en aðild­ar­viðræður við ESB hefj­ist af full­um krafti: „Það kem­ur ekki til greina af minni hálfu að veikja stöðu grunn­atvinnu­veg­anna í ESB-ferl­inu, jafn­vel þó að ein­hverj­ir kunni að hafa áhuga á því,“ sagði hann við Morg­un­blaðið í gær.

„Ég veit ekki bet­ur en að flokks­ráð VG hafi slegið all­ar stjórn­ar­ráðsbreyt­ing­ar út af borðinu í janú­ar síðastliðnum. Ég geng út frá því að okk­ar þing­flokk­ur muni taka stöðu með land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi í ESB-ferl­inu. Það væri ekki trú­verðugt fyr­ir flokk, sem leggst gegn ESB-aðild, að samþykkja þær breyt­ing­ar sem for­sæt­is­ráðherra lagði til í ræðu sinni í gær.“

„Þetta var óvenju­leg ræða og ég get staðfest að hún vakti ekki mikla hrifn­ingu í okk­ar röðum,“ sagði Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi. Hann seg­ir að öll­um sé ljóst að í stjórn­ar­sam­starfi tveggja flokka muni koma upp ágrein­ings­mál: „Ég neita því ekki, ég hefði auðvitað óskað þess að for­sæt­is­ráðherra hefði í ræðu sinni frek­ar ein­blínt á það sem sam­ein­ar rík­is­stjórn­ar­flokk­ana.“

Innt­ur eft­ir því hvort hon­um hugn­ist að setj­ast aft­ur í ráðherra­stól inn­an skamms svar­ar Ögmund­ur: „Ég hef margít­rekað að ég hafi ekki gengið skæl­bros­andi út úr stjórn­ar­ráðinu, en ég fer ekki þangað aft­ur inn á hvaða for­send­um sem er, ann­ars hefði ég ekki farið þaðan til að byrja með. En ég tel að aðstæður í dag séu breytt­ar frá því sem var síðastliðið haust. Ices­a­ve-málið er komið í far­veg sem ég hefði viljað. Upp­skurður er á mál­inu og aðkoma að samn­inga­borðinu er þver­póli­tísk og ásætt­an­leg lausn er fyr­ir­sjá­an­leg. Hvað varðar aðkomu mína að rík­is­stjórn er ég ein­fald­lega að lýsa viðhorf­um sem ég hef alltaf haft, all­ar göt­ur frá því þegar ég sagði af mér embætti. Þar hef­ur eng­in breyt­ing orðið á og eng­in ákvörðu verið tek­in um aðkomu mína að rík­is­stjórn­inni,“ seg­ir hann.

Ekki náðist í Stein­grím J. Sig­fús­son, formann VG í gær, þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. Ekki náðist held­ur í vara­for­mann­inn Katrínu Jak­obs­dótt­ur, né held­ur þing­flokks­for­mann­inn Guðfríði Lilju Grét­ars­dótt­ur.

Viðamestu skulda­vandaaðgerðir hins vest­ræna heims

Einnig kom fram að á milli 60 og 80 þúsund manns hefðu notið úrræðanna, en með nýj­um leiðum í greiðsluaðlög­um og úrræðum vegna bíla­lána, „færi að reyna í al­vöru á af­skrift­ir til ein­stak­linga“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert