Alvarlegum slysum fækkar á milli ára

mbl.is/Ómar

Á síðasta ári fækkaði al­var­leg­um slys­um í um­ferðinni um 15% á milli ára, eða úr 200 árið 2008 í 170 árið 2009. Að sögn Um­ferðar­stofu fell­ur þó sá skuggi á að 17 hafi lát­ist í 15 slys­um í um­ferðinni í fyrra. Árið 2008 hafi 12 lát­ist í jafn­mörg­um slys­um. 

Þetta sé þó langt und­ir meðaltali þess fjölda sem lát­ist hafi í um­ferðarslys­um á Íslandi und­an­far­in tíu ár en það séu að jafnaði 22 ein­stak­ling­ar á ári. Á síðustu þrem­ur árum hafi að meðaltali tæp­lega 15 lát­ist í um­ferðarslys­um á land­inu, en næstu þrjú ár á und­an hafi rúm­lega 24 lát­ist ár hvert.

Þetta er á meðal niðurstaðna sam­an­tekt­ar slysa­skrán­ing­ar Um­ferðar­stofu á um­ferðarslys­um árið 2009. Slysa­skrán­ing Um­ferðar­stofu bygg­ist á lög­reglu­skýrsl­um úr gagna­grunni Rík­is­lög­reglu­stjóra. Í  ein­hverj­um til­fell­um rata um­ferðaró­höpp ekki í gagna­grunn­inn held­ur beint á borð trygg­inga­fé­laga, en það á yf­ir­leitt við í til­fell­um þar sem ekki er um slys á fólki að ræða.

35% fækk­un slysa á Suður­nesj­um

Í frétta­bréfi Um­ferðar­stofu kem­ur fram að þegar lands­hlut­arn­ir séu skoðaðir komi í ljós að mest fækki slösuðum á Suður­nesj­um, eða um 35% milli ár­anna 2008 og 2009. Á Vest­fjörðum fækki þeim hlut­falls­lega um 32% og á Suður­landi um 24%. Á höfuðborg­ar­svæðinu fækki slösuðum um 23%. Á Norður­landi vestra fjölgi slösuðum hins veg­ar um 19% og á Aust­ur­landi um 13%.

Ekki sé enn ljóst hvað valdi þess­ari aukn­ingu á Norður­landi vestra og Aust­ur­landi en til­gang­ur skýrsl­unn­ar sé m.a. sá að greina þau atriði í um­ferðarör­ygg­is­mál­um sem krefjast frek­ari at­hug­un­ar og aðgerða.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er vit­an­lega mest um­ferð og flest um­ferðarslys og óhöpp verða á því svæði. Það er því ánægju­legt að sjá þann mikla ár­ang­ur sem náðst hef­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Þegar skoðaður er fjöldi slasaðra og lát­inna árið 2009  m.v. 100 þúsund íbúa og sá fjöldi bor­in sam­an við 10 ára meðaltal kem­ur í ljós 26% fækk­un. Fjöld­inn var í fyrra 2,8 en meðaltalið er 3,8. Á land­inu öllu nem­ur þessi fækk­un 18%. Það er því ljóst að þessi mikla fækk­un á höfuðborg­ar­svæðinu veg­ur þungt í þeim ár­angri sem náðst hef­ur.

Árið 2009 var sam­an­lagður fjöldi þeirra sem lét­ust og slösuðust bæði al­var­lega og lít­ils­hátt­ar á höfuðborg­ar­svæðinu kom­in niður í 564 manns úr 730 árið áður. Þessi fækk­un nem­ur tæp­um 23% milli ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert