Bráðadeildir sameinaðar

Bráðadeildir Landspítala verða sameinaðar í eina bráðamóttöku í Fossvogi.
Bráðadeildir Landspítala verða sameinaðar í eina bráðamóttöku í Fossvogi. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tvær stærstu bráðadeildir Landspítalans verða sameinaðar í eina bráðamóttöku í Fossvogi fimmtudaginn 8. apríl 2010.  Í framhaldi af því tekur hjartamiðstöð til starfa við Hringbraut þar sem áhersla verður á dag-  og göngudeildarþjónustu auk bráðaþjónustu fyrir hjartasjúklinga á virkum dögum.

Samkvæmt frétt Landspítalans hefur markvisst undirbúningsstarf verið unnið með þátttöku að minnsta kosti 160 starfsmanna í 36 starfshópum. Hlutverk þeirra hefur verið að yfirfara helstu ferla varðandi móttöku og meðferð hinna ýmsu bráðavandamála með það að markmiði að tryggja örugga þjónustu. 

Húsnæðinu í Fossvogi hefur verið breytt og bætt til að mæta auknum fjölda sjúklinga. Ný viðbygging var reist til að bæta aðkomu að deildinni og aðstöðu sjúklinga og starfsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert