Engar breytingar hafa orðið á eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í nótt. Að sögn Veðurstofunnar hefur styrkur gossins og gosórói haldist sá sami. Ekki er lengur sérstök næturvakt sem á Veðurstofunni til að vakta gosið.
Gosóróinn fór vaxandi eftir hádegi í gær en hann datt niður um hríð í fyrrinótt og framundir morgun. Upp úr klukkan 18 í gær kom hrina nokkurra jarðskjálfta upp á 2-2,5 stig, þeir fundust m.a. í Húsadal í Þórsmörk.
Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir mælingar á óróa gefa vísbendingu um kraftinn í gosinu, sem hafi smám saman minnkað. Þá segir hann GPS-tæki sem mæla jarðskorpuhreyfingar sýna að skorpan hefur hætt að þenjast út, og jafnvel gengið örlítið til baka. En alls ekki megi slá því föstu að gosinu fari að ljúka.