Hraunið verður afgirt

Sumir fara of nálægt en aðrir halda sig í öruggri …
Sumir fara of nálægt en aðrir halda sig í öruggri fjarlægð. Árni Sæberg

Setja á upp girðingu til að bægja fólki frá hættu­legri ná­lægð við hraun­straum­inn á Fimm­vörðuhálsi. Þeim sem eru þar við gæslu óar við því hvað marg­ir fara óvar­lega og ótt­ast að slys geti orðið verði ekk­ert að gert. 

Björg­un­ar­sveit­ir hafa aðstoðað 15-20 lúna og kalda göngu­menn á Fimm­vörðuhálsi síðdeg­is og í kvöld. Svan­ur Sæv­ar Lárus­son, formaður Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar á Hellu, sagði að göngu­fólkið hafi flest verið á leið niður þegar það þáði far. Það hafði ekki gert sér grein fyr­ir því hvað gang­an er krefj­andi og aðstæður erfiðar.

„Það er al­veg hrika­lega kalt,“ sagði Svan­ur. „Það er ekki und­ir 15 gráðu frosti þarna uppi. Maður finn­ur strax þegar maður er ber­hent­ur að maður tek­ur ekki meira en tvær mynd­ir í einu. Frostið bít­ur rosa­lega.“

Svan­ur sagði að sér þætti fólk fara mjög glanna­lega í nánd við hraunið sem er að brjót­ast fram. Hon­um þótti „skugga­legt“ hvað marg­ir fara nærri því. Þess­ir of­ur­hug­ar eru þó ekki að orna sér held­ur að taka ljós­mynd­ir. Vilja helst vera al­veg ofan í glóðinni.

Gerðar verða ráðstaf­an­ir til að halda fólki frá hraun­inu, því ljóst þykir að fram­ferði margra er stór­hættu­legt. Búið er að panta girðingu úr Reykja­vík og á að reyna að nota hana til að halda fólki frá hættu­legri ná­lægð við hraun­straum­inn.

„Hraunið er að renna und­ir snjó­inn og svo hryn­ur niður þar sem fólk er ný­búið að standa,“ sagði Svan­ur. Hann sagði líka ógn­væn­legt að sjá hvað marg­ir fara tæpt á brún­inni á Hrunagili. Þar fari það jafn­vel fram á snjó­heng­ur sem geti brostið hvenær sem er.

Fólk get­ur nú gengið í átt að gosstöðvun­um frá Þórs­mörk. Þeim til­mæl­um hef­ur verið beint til fólks að það fari ekki lengra en upp á Mor­ins­heiði. Svan­ur sagði að í kvöld hafi verið brögð að því að menn hafi ekki virt þessi til­mæli held­ur gengið upp Helj­ar­kamb til að kom­ast svo­lítið nær eld­stöðinni.

Á þeirri leið þarf að ganga upp snjó­brekku sem get­ur mögu­lega brostið og skriðið fram. „Fólk virðist vera til­búið að leggja sig í lífs­hættu til að kom­ast kannski ör­lítið nær,“ sagði Svan­ur.

Flug­björg­un­ar­sveit­in á Hellu flutti al­manna­varna­nefnd Rangárþings og Vest­ur-Skafta­fells­sýslu í vett­vangs­ferð að eld­stöðvun­um í dag og var verið að flytja hana af fjall­inu í kvöld. Aðrar sveit­ir voru einnig á  svæðinu við gæslu og aðstoð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert