Ísland kann að skorta stuðning

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

Fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins seg­ir að hugs­an­lega sé ekki næg­ur stuðning­ur inn­an stjórn­ar sjóðsins við að efna­hags­áætl­un Íslands hjá sjóðnum verði end­ur­skoðuð en það er skil­yrði fyr­ir því að Ísland fái frek­ari lána­fyr­ir­greiðslu. 

„Við þurf­um meiri­hluta (í stjórn­inni). Ef það er eng­inn meiri­hluti þá fer eng­in end­ur­skoðun fram," sagði Strauss-Kahn við frétta­veit­una Bloom­berg í morg­un. „Ef það er meiri­hluti þá get­um við haldið áfram.  Ég tel sjálf­ur að það væri gott að geta haldið mál­inu áfram nú. En ég veit ekki hvort meiri­hluti er fyr­ir því."   

Bloom­berg seg­ir að Strauss-Kahn hafi látið þessi um­mæli falla í viðtali um borð í flug­vél frá Var­sjá til Búkarest í morg­un og vísað til deilna  Íslend­inga við Breta og Hol­lend­inga um inni­stæðutrygg­ing­ar. 

„Ég hef alltaf sagt, að Ices­a­ve sé ekki skil­yrði af hálfu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins en við þurf­um að hafa meiri­hluta í stjórn sjóðsins," hef­ur Bloom­berg eft­ir Strauss- Kahn.  „Ef Ices­a­ve-deil­an er leyst er ég viss um að slík­ur meiri­hluti fyr­ir hendi. Ef Ices­a­ve-deil­an er ekki full­kom­lega leyst veit ég ekki hvort það er meiri­hluti í stjórn­inni."  

Strauss-Kahn sagðist ætla að ræða við stjórn­ar­menn sjóðsins og kanna af­stöðu þeirra til máls­ins þegar hann snýr aft­ur til Washingt­on en hann hef­ur verið á ferð um aust­ur­hluta Evr­ópu síðustu daga. 

Upp­haf­lega stóð til að end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar Íslands færi fram í janú­ar en hún hef­ur frest­ast vegna Ices­a­ve-deil­unn­ar. Íslensk stjórn­völd hafa farið fram á það við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn að end­ur­skoðunin fari fram eins fljótt og unnt er og Mark Flanag­an, sem fer með mál­efni Íslands hjá sjóðnum, sagði í gær að Strauss-Kahn hefði falið starfs­fólki sjóðsins að vinna  að vinna að því með ís­lensk­um stjórn­völd­um að ljúka ann­arri end­ur­skoðun á efna­hags­áætl­un Íslands sem fyrst.

Þeir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra og Arn­ór Sig­hvats­son, aðstoðarseðlabanka­stjóri, áttu fund með Strauss-Kahn í Washingt­on á föstu­dag. Eft­ir fund­inn sagði Gylfi við mbl.is að hann væri ágæt­lega bjart­sýnn á að það tak­ist að þoka efna­hags­áætl­un­inni áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert