NSÍ gagnrýnir hvalveiðiskýrslu

Hvalur 9.
Hvalur 9. mbl.is/Kristinn

Stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands gagnrýnir skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti í gær um þjóðhagslegt gildi hvalveiða. Segir stjórnarmaðurinn, að ekki sé hægt að nota fjölstofnalíkan til þess að fá út hagnað af hvalveiðum eins og Hagfræðisstofnun geri.

Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, segir á heimasíðu NSÍ, að allt eins sé hægt að nota forsendur saman líkans til að mæla ekki með hvalveiðum. 

Í skýrslu Hagfræðistofnunar segir, að miðað við forsendur um afrán langreyðar á loðnu og afrán hrefnu á þorski, ýsu og loðnu væri hægt að stækka þessa þrjá nytjastofna umtalsvert með því að veiða 150 langreyðar og 150 hrefnur á hverju ári. Til lengri tíma litið gæti verið hægt að veiða um 2200 tonnum meira af þorski á hverju ári, 4900 tonnum af ýsu og 13.800 tonnum af loðnu. Núvirtur hagnaður af þessum aukna afla gæti numið um 12,1 milljarði kr. Virðisauki af þessum veiðum gæti þó orðið mun meiri.

Hilmar segir að niðurstaðan úr fjölstofnalíkaninu sé mjög veik. Farið sé óvarlega með túlkun þeirra gagna sem þar eru. Margir vísindamenn hafi gagnrýnt líkanið fyrir að vera ofureinfaldað. Óvissan sé það mikil að ekki sé hægt að koma með yfirlýsingar um langtímaafrakstur, hvað þá reikna það til hagnaðar að núvirði. Allt eins megi reikna út að fiskistofnar minnki eftir því sem hvalveiðar aukist. Samspilið sé það flókið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert