NSÍ gagnrýnir hvalveiðiskýrslu

Hvalur 9.
Hvalur 9. mbl.is/Kristinn

Stjórn­ar­maður í Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um Íslands gagn­rýn­ir skýrslu, sem Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands birti í gær um þjóðhags­legt gildi hval­veiða. Seg­ir stjórn­ar­maður­inn, að ekki sé hægt að nota fjöl­stofnalík­an til þess að fá út hagnað af hval­veiðum eins og Hag­fræðis­stofn­un geri.

Hilm­ar Malmquist, for­stöðumaður Nátt­úru­fræðistofu Kópa­vogs, seg­ir á heimasíðu NSÍ, að allt eins sé hægt að nota for­send­ur sam­an lík­ans til að mæla ekki með hval­veiðum. 

Í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar seg­ir, að miðað við for­send­ur um afrán langreyðar á loðnu og afrán hrefnu á þorski, ýsu og loðnu væri hægt að stækka þessa þrjá nytja­stofna um­tals­vert með því að veiða 150 langreyðar og 150 hrefn­ur á hverju ári. Til lengri tíma litið gæti verið hægt að veiða um 2200 tonn­um meira af þorski á hverju ári, 4900 tonn­um af ýsu og 13.800 tonn­um af loðnu. Nú­virt­ur hagnaður af þess­um aukna afla gæti numið um 12,1 millj­arði kr. Virðis­auki af þess­um veiðum gæti þó orðið mun meiri.

Hilm­ar seg­ir að niðurstaðan úr fjöl­stofnalíkan­inu sé mjög veik. Farið sé óvar­lega með túlk­un þeirra gagna sem þar eru. Marg­ir vís­inda­menn hafi gagn­rýnt líkanið fyr­ir að vera of­ur­ein­faldað. Óviss­an sé það mik­il að ekki sé hægt að koma með yf­ir­lýs­ing­ar um lang­tíma­afrakst­ur, hvað þá reikna það til hagnaðar að nú­v­irði. Allt eins megi reikna út að fiski­stofn­ar minnki eft­ir því sem hval­veiðar auk­ist. Sam­spilið sé það flókið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert