Öllum kröfum bræðranna hafnað

Robert Tchenguiz.
Robert Tchenguiz. reuters

Slitastjórn Kaupþings hefur hafnað öllum skaðabótakröfum Tchenguiz-bræðra í þrotabú Kaupþings.

Mjög líklegt er að þeir reyni að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum en kröfur þeirra nema 440 milljörðum. Þeim var lýst af fyrirtækjunum Euro Investments Overseas, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum, og Investec Trust Limited, sem skráð er á bresku eynni Guernsey.

Fyrrnefnda fyrirtækið er sagt á vegum Vincents Tchenguiz, en hið síðarnefnda á vegum Roberts Tchenguiz. Bræðurnir hafa verið þöglir um kröfurnar í samtölum við fjölmiðla, en þær nema um 5% af heildarkröfum sem bárust slitastjórn Kaupþings. 

Skilanefnd bankans hefur þegar gjaldfellt 640 milljóna punda yfirdrátt Roberts hjá Kaupþingi.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert