Segir ríkisstjórnina eiga að fara frá

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir á heimasíðu sinni að ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi, staðfesti að ríkisstjórnin sé komin að fótum fram og einskis trausts verð.

„Hafi Jóhönnu verið talin trú um, að ræðan sneri vörn í sókn, sýnir það best, hve einangruð hún er og ráðgjafar hennar," segir Björn meðal annars og bætir við að ræða Jóhönnu, störf og stefna ríkisstjórnarinnar kalli aðeins á eitt: að stjórnin segi af sér.

„Á vakt Sjálfstæðisflokksins hefði átt að bregðast við afleiðingum hrunsins af meiri festu. Þá var stjórnmála- og stjórnsýslukerfið í áfalli eftir hina miklu byltu. Ríkisstjórn Jóhönnu hefur gjörsamlega mistekist í viðbrögðum sínum við afleiðingum hrunsis. Vegna Icesave-málsins er hún rúin trausti erlendis. Engum dettur í hug að semja við hana í þriðja sinn um sama málið.

Ríkisstjórnin hefur enga stjórn á ESB-aðildarmálinu. Umsóknina ber að draga til baka. Hún varð til af óvild í garð Sjálfstæðisflokksins og sem vopn í höndum Samfylkingar til að réttlæta stöðnunarstjórn með VG.

Skattastefna ríkisstjórnarinnar er skref til efnahagslegs sjálfsmorðs að mati Ragnars Árnasonar, hagfræðiprófessors," segir Björn meðal annars.

Pistill Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert