Sparnaðaraðgerðir lækka lyfjakostnað

Sverrir Vilhelmsson

Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Íslands nam 10.743 milljónum króna árið 2009 og hefur aukist um 1.456 milljónir króna frá fyrra ári eða um 16%.

Fall krónunnar er helsta ástæða aukins kostnaðar. Dregið var þó úr lyfjakostnaði með ýmsum sparnaðaraðgerðum, s.s. breytingum á smásöluálagningu, breytingu á greiðsluþátttöku í sumum lyfjum og verðlækkanir vegna verðendurskoðunar Lyfjagreiðslunefndar.

Gert er ráð fyrir að lyfjakostnaður lækki á þessu ári vegna áframhaldandi sparnaðaraðgerða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert