Telja líklegt að Icesave-samningar náist

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Stand­ard & Poor's seg­ist telja lík­legt, að samn­ingaviðræður um Ices­a­ve muni halda áfram eft­ir kosn­ing­ar í
Bretlandi og Hollandi, og lík­legt er að sam­komu­lag sem hugn­ast báðum aðilum muni nást síðar á þessu ári.

„Við telj­um að eng­inn samn­ingsaðila vilji að samn­ing­ar mistak­ist. Hins veg­ar get­ur skort­ur á fyr­ir­fram ákveðnum tím­aramma dregið viðræður á lang­inn og gert það að verk­um að gjald­eyr­is­höft verða við lýði á meðan. Aflétt­ing haft­anna án tryggðrar er­lendr­ar fjár­mögn­un­ar get­ur leitt til þrýst­ings til veik­ing­ar krón­unn­ar, sem gæti haft í för með sér ný vanda­mál í fjár­mála­geir­an­um. Ástæðan er erfið skuld­astaða þjóðar­inn­ar, meðal ann­ars í er­lend­um gjald­miðlum," seg­ir í til­kynn­ingu S&P þar sem til­kynnt var að láns­hæfis­ein­kunn ís­lenska rík­is­ins fyr­ir er­lend­ar skuld­bind­ing­ar yrði óbreytt en ein­kunn fyr­ir inn­lend­ar skuld­bind­ing­ar yrði lækkuð um einn flokk.

S&P lýs­ir þeirri skoðun, að rík­is­stjórn­in sé lík­leg til að starfa það sem eft­ir er árs­ins sem dragi úr lík­um á póli­tísku tóma­rúmi. Viðskipta­jöfnuður hafi snú­ist í af­gang og gjald­miðill­inn styrkst um 4% gagn­vart evru frá því í byrj­un janú­ar. Að auki hafi Seðlabank­inn lækkað stýri­vexti sína tvisvar á þessu ári og gjald­eyr­is­forðinn hald­ist nokkuð stöðugur.

„Við telj­um að stjórn­völd muni nú kjósa að halda gjald­eyr­is­höft­un­um leng­ur en áformað var við upp­töku þeirra fyrst eft­ir að ís­lenska banka­kerfið hrundi seint á ár­inu 2008. Með því móti er hægt að verja  er­lenda lausa­fjár­stöðu sem myndi ann­ars eiga und­ir högg að sækja vegna lík­legra tafa á framtíðargreiðslum frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og nor­ræn­um rík­is­stjórn­um. Þrátt fyr­ir það telj­um við enn að ár­ang­urs­rík önn­ur end­ur­skoðun geti átt sér stað á næstu mánuðum. Hvað sem því líður verða gjald­eyr­is­höft ekki lang­tíma­lausn á veikri er­lendri lausa­fjár­stöðu Íslands. Lík­legt er að þau muni standa í vegi fyr­ir fjár­fest­ing­ar­mögu­leik­um sem við telj­um að séu afar mik­il­væg­ir fyr­ir efna­hags­bata. Þrátt fyr­ir það sjá­um við að lands­fram­leiðsla dróst minna sam­an á síðasta ári en við átt­um von á, eða um 6,5%, og lík­legt er að stöðug­leiki ná­ist í efna­hag lands­ins á ár­inu 2010," seg­ir Stand­ard & Poor's.

Til­kynn­ing S&P

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert