500 tonna skötuselskvóta úthlutað

Skötuselur.
Skötuselur.

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hef­ur gefið út reglu­gerð um sér­staka út­hlut­un afla­heim­ilda í skötu­sel sam­kvæmt lög­um, sem sett voru á Alþingi ný­lega og ollu mikl­um deil­um. Í reglu­gerðinni kem­ur fram að út­hlutað er sér­stak­lega 500 tonn­um af skötu­sel gegn gjaldi á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári að höfðu sam­ráði við Haf­rann­sókna­stofn­un.

Heim­ilt er að út­hluta á skip allt að 5 lest­um í senn gegn greiðslu gjalds,  enda hafi viðkom­andi skip leyfi til veiða í at­vinnu­skyni. Fiski­stofa ann­ast þessa út­hlut­un afla­heim­ilda sem skal fara fram eigi síðar en 3. maí á grund­velli um­sókna sem borist hafa stof­unni eigi síðar en 26. apríl 2010. 

Verð á afla­heim­ild­um skötu­sels er 120 kr. hvert kg og skal það greitt Fiski­stofu fyr­ir út­hlut­un.  Framsal afla­heim­ilda sem út­hlutað er sam­kvæmt reglu­gerð þess­ari er óheim­ilt.

Þá hef­ur ráðherra einnig gefið út reglu­gerð um veiðar á skötu­sel í net og fjall­ar hún um ýmis atriði er varða um­gengni á skötu­selsveiðum.  Sam­kvæmt henni er óheim­ilt að stunda veiðar með skötu­selsnet­um á tíma­bil­inu 1. janú­ar - 30. apríl. Þá er ekki  heim­ilt á sama tíma að stunda neta­veiðar á skötu­sel og neta­veiðar á þorsk­fiski.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert