800°C hiti í hrauninu

Hraunfossinn í Hrunagili séður gegnum hitainnrauða myndavél Íslenskra orkurannsókna.
Hraunfossinn í Hrunagili séður gegnum hitainnrauða myndavél Íslenskra orkurannsókna.

Vísindamenn frá Íslenskum orkurannsóknum, sem mældu hita í gosstróknum og hrauninu á Fimmvörðuhálsi með hitainnrauðum myndavélum, áætla að hitinn í hraunstraumnum sem fellur niður í Hrunagil fari yfir 800°C og hitinn í stróknum yfir 640°C.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar, að út frá myndunum sé hægt að greina kólnun hraunsins, sjá bruna gastegunda í gosstrók og fylgjast með virkni gígsins. Gunnlaugur M. Einarsson, landfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, segist ekki vita til að mælingar af þessu tagi hafi verið gerðar áður í eldgosum hér á landi en þær hafi verið reyndar á Hawaii og Kamtsjatka. 

Gunnlaugur sagði, að hitinn í hrauni réðist af efnasamsetningu hraunsins þar sem bergtegundur hefðu mismunandi bræðslumark. 

Verið er að vinna úr viðnámsmælingum og bergsýni hafa verið send til erlendra samstarfsaðila til greininga en sýnin verða einnig greind hjá Íslenskum orkurannsóknum. Allar þær  upplýsingar sem sýnin og mælingarnar gefa geta veitt innsýn í þá ferla sem stýra jarðhita á Íslandi. 

Vefur Íslenskra orkurannsókna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert