Ekkert verið rætt um að víkja úr ráðherrastólum

Vangaveltur um breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar eru lífseigar og alls kyns útfærslur hafa heyrst á undanförnum vikum.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði í upphafi vikunnar að búast mætti við breytingum á einhverjum stigum, í áföngum eða stærri skrefum, á kjörtímabilinu og gaf vísbendingar um í hvað stefndi.

Í kjölfar þingflokksfundar Vinstri grænna á mánudag ræddi Steingrímur við fjölmiðla. Hann var spurður út í hugsanlegar breytingar og hafði þetta m.a. að segja: „Fagráðherrar eru í ríkisstjórn sem ákveðið var að biðja um að vera áfram þegar hún var endurnýjuð í maí á síðasta ári, en það var heldur ekki tímasett hversu lengi sú tilhögun yrði við lýði. Það má því búast við breytingum á einhverjum stigum.“

Fagráðherrarnir sem um ræðir eru Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert