„Fólk greiðir atkvæði með fótunum“

Viðskiptavinum Fjarðarkaupa fjölgaði á síðasta ári og velta fyrirtækisins jókst um hálfan milljarð.

Árið 2008 voru um 610 þúsund afgreiðslur í versluninni, en í fyrra voru þær 680 þúsund. Þetta er um 12% fjölgun viðskiptavina og 20% aukning í veltu.

Gísli Sigurbergsson, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að á þessum markaði greiði viðskiptavinir atkvæði með fótunum, þ.e. færi sig til þeirra sem séu traustir, bjóði gott verð og góða þjónustu.

Gísli sagði að því væri ekki að leyna að umræðan um Bónus hefði hjálpað Fjarðarkaupum. „Það er margt fólk sem ákvað að greiða atkvæði með fótunum. Við tókum ekki þátt í neinum útrásarævintýrum. Síðan held ég að við höfum verið að gera góða hluti í búðinni. Vöruúrval hefur verið stöðugt á meðan hinar búðirnar hafa stöðugt verið að breyta. Við erum gamaldags og komust í tísku á svona 10 ára fresti,“ sagði Gísli.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert