Fólki vísað af Bröttufönn

Gamli gígurinn er til vinstri og gýs hæst. Nýja sprungan …
Gamli gígurinn er til vinstri og gýs hæst. Nýja sprungan sést til hægri við hann. Kristinn Garðarsson

Verið er að vísa fólki niður af svæðinu í kring­um gosstöðina á Fimm­vörðuhálsi en það er í næsta ná­grenni við nýja gossprungu sem opnaðist um kl. 19.00 í kvöld. Krist­inn Garðars­son, sem er á staðnum, tel­ur að sprung­an sé enn að lengj­ast.

„Við erum að reyna að koma ferðamönn­um sem eru ná­lægt gosstöðinni í burtu,“ sagði Víðir Reyn­is­son hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. Bæði er um að ræða fólk sem kom að gosstöðinni úr Þórs­mörk og eins upp frá Skóg­um og af Mýr­dals­jökli.

„Sprung­an er ekki hætt að stækka og við vilj­um fá fólkið í burtu á meðan við erum að átta okk­ur á þessu. Þetta er ör­ygg­is­ráðstöf­un á meðan þessi breyt­ing er að ger­ast,“ sagði Víðir.

Hann átti ekki von á því að Þórs­mörk yrði rýmd en sagði að fyrsta verk­efnið væri að koma fólki niður, bæði göngu­fólki og eins því sem er á bíl­um. „Við vilj­um koma fólki sem lengst frá eld­stöðinni á meðan þetta er í gangi,“ sagði Víðir. 

Krist­inn Garðars­son sagði að tölu­vert ösku­fall sé nú á Fimm­vörðuhálsi. Einnig sé hraunið greini­lega að renna út í snjó því tölu­verðir gufustrók­ar standi upp í loftið.

Gossprungan virðist enn vera að lengjast.
Gossprung­an virðist enn vera að lengj­ast. Krist­inn Garðars­son
Kort/​Elín Ester
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert