Landsvirkjun telur sig hafa uppfyllt skilyrðin

Frá framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu.
Frá framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu. mbl.is/ÞÖK

Lands­virkj­un tel­ur sig í einu og öllu hafa upp­fyllt  skil­yrði, sem sett voru í úr­sk­urði um­hverf­is­ráðherra um mat á um­hverf­isáhrif­um Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Um­hverf­is­ráðuneytið hef­ur falið Um­hverf­is­stofn­un að kanna hvort farið hafi verið eft­ir skil­yrðunum.

Fram kom í til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu í dag, að Svandísi Svavars­dótt­ur, um­hverf­is­ráðherra, hafi borist ábend­ing­ar um að skil­yrði í úr­sk­urði ráðherra um mat á um­hverf­isáhrif­um Kára­hnjúka­virkj­un­ar hafi ekki verið upp­fyllt.

Lands­virkj­un seg­ir að frá ár­inu 2003 hafi starfað sér­stök eft­ir­lits­nefnd til að fylgj­ast með þessu og sitji í henni full­trú­ar sveit­ar­fé­laga á svæðinu sem gáfu út fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Kára­hnjúka­virkj­un, svo og full­trúi iðnaðarráðherra, sem gaf út virkj­un­ar­leyfi og full­trúi um­hverf­is­ráðherra.

„Lands­virkj­un hef­ur reglu­lega gefið nefnd þess­ari skýrslu um það hvernig skil­yrðin hafa verið upp­fyllt. Fyr­ir­tækið vinn­ur nú að loka­skýrslu um málið sem reiknað er með að verði til­bú­in um miðjan apríl.  Lands­virkj­un hafa eng­ar ábend­ing­ar eða at­huga­semd­ir borist sem benda til þess að skil­yrðin hafi ekki verið upp­fyllt. Lands­virkj­un mun að sjálf­sögðu upp­lýsa Um­hverf­is­stofn­un og um­hverf­is­ráðuneytið um málið ef eft­ir því verður leitað.  Finn­ist eitt­hvað at­huga­vert mun fyr­ir­tækið bæta þar úr," seg­ir í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert