Múrbúðin kærir mál Húsasmiðjunnar til ESA

Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, segir að rekstur verslunarinnar gangi vel …
Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, segir að rekstur verslunarinnar gangi vel enda hafi reksturinn byggst á varfærni. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bald­ur Björns­son, eig­andi Múr­búðar­inn­ar, ætl­ar að kæra ís­lenska ríkið til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) fyr­ir ólög­mæta sam­keppn­is­hindr­un á bygg­inga­vörumarkaði.

Lands­bank­inn yf­ir­tók Húsa­smiðjuna á síðasta ári og breytti 10 millj­arða skuld fé­lags­ins í hluta­fé.

Bald­ur seg­ir að Húsa­smiðjan sé með und­ir­boð á markaði fyr­ir múr­vör­ur. Fyr­ir­tækið hafi fyr­ir jól­in boðið 20% af­slátt af öll­um vör­um. „Þetta er ekki eitt­hvað sem ég get gert. Ef ég ætla að vera ábyrg­ur og borga mín­ar skuld­ir þá get ég ekki hagað mér svona,“ seg­ir Bald­ur og gagn­rýn­ir eft­ir­lits­stofn­an­ir sem hann seg­ir ekki fær­ar um að taka á mál­um.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert