Múrbúðin kærir mál Húsasmiðjunnar til ESA

Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, segir að rekstur verslunarinnar gangi vel …
Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, segir að rekstur verslunarinnar gangi vel enda hafi reksturinn byggst á varfærni. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, ætlar að kæra íslenska ríkið til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir ólögmæta samkeppnishindrun á byggingavörumarkaði.

Landsbankinn yfirtók Húsasmiðjuna á síðasta ári og breytti 10 milljarða skuld félagsins í hlutafé.

Baldur segir að Húsasmiðjan sé með undirboð á markaði fyrir múrvörur. Fyrirtækið hafi fyrir jólin boðið 20% afslátt af öllum vörum. „Þetta er ekki eitthvað sem ég get gert. Ef ég ætla að vera ábyrgur og borga mínar skuldir þá get ég ekki hagað mér svona,“ segir Baldur og gagnrýnir eftirlitsstofnanir sem hann segir ekki færar um að taka á málum.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert