Ný jökulsprunga í Goðabungu

Sprungan liggur samsíða akstursleiðinni um Goðabungu og er því varasöm.
Sprungan liggur samsíða akstursleiðinni um Goðabungu og er því varasöm. Halldór Kolbeins (halldor.is)

Jökulsprunga hefur opnast í Mýrdalsjökli rétt við akstursleiðina sem liggur að Fimmvörðuhálsi. Sprungan er vestan í Goðabungu og er hún samhliða akstursleiðinni. Sprungan er 30-40 sentimetra breið og opin á allt að 15 metra kafla.

Svanur S. Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, er nú í stjórnstöð á Hellu. Hann sagði að björgunarsveitarmenn hafi látið vita af  af sprungunni um kl. 21.30 í kvöld. Svanur sagði sprunguna þýða að menn þyrftu að fara þar um af varkárni. 

Vel gekk að rýma Fimmvörðuháls og nágrenni að sögn Svans. Fólk er þó enn á leið niður af jöklinum að sunnanverðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert