Öryggi sjúklinga tryggt

Um 40 læknar hyggjast ganga út en alls vinna um …
Um 40 læknar hyggjast ganga út en alls vinna um 400 læknar á Landspítalanum. Ómar Óskarsson

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir að reynt verði að leysa deiluna við deildarlækna um nýja vaktakerfið áður en fresturinn rennur út á miðnætti. Þegar sé búið að grípa til ráðstafana til að tryggja að öryggi sjúklinga verði ekki ógnað.

 Um er að ræða 40 lækna. Þeir eru afar ósáttir við nýja vaktakerfið sem tekur gildi á morgun, segja að með því sé þeim gert að vinna mun fleiri stundir í mánuði en hingað til.

Vinnuálagið verði allt of mikið, þreyttir læknar séu ógn við öryggi sjúklinga. Auk þess sé álagið óviðunandi fyrir barnafólk í stéttinni og sé brot á evrópskri vinnutímalöggjöf. 

 Læknaráð Landspítalans sendi í dag frá sér ályktun þar sem lýst var þungum áhyggjum af ástandinu ef læknarnir gengju út. Bauðst ráðið til að miðla málum í deilunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert