Samgönguráðherra hefur ákveðið að leggja sérstakt farþegagjald á alla farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Gjaldið nemur 150 krónum á hvern farþega. Til viðbótar hækkar flugverndargjald. Hækkunin tekur gildi 1. júní nk.
Samkvæmt gjaldskránni hækkar flugverndargjald frá og með 1. júní nk. Gjald fyrir fullorðna farþega hækkar úr 620 kr. í 950 kr. og fyrir börn 2-12 ára úr 285 kr. í 435 kr. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar kröfur sem snúa að flugvernd.
Samkvæmt gjaldskránni verða engar breytingar á lendingargjöldum. Nýja farþegagjaldið rennur í ríkissjóð.
Í fyrra fóru 1.658 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Búist er við talsverðri aukningu á þessu ári.