Sprungurnar líklega nátengdar

Myndin var tekin úr þyrlu rétt um það bil sem …
Myndin var tekin úr þyrlu rétt um það bil sem nýja sprungan var að opnast á Fimmvörðuhálsi í kvöld. mbl.is/Jón Kjartan

Nýja gossprung­an virðist vera ná­tengd þeirri sem opnaðist 20. mars s.l. að mati Páls Ein­ars­son­ar, pró­fess­ors í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands. Hann bend­ir á að lít­il breyt­ing hafi orðið á skjálfta­virkni þegar nýja sprung­an opnaðist og gosórói er nán­ast óbreytt­ur þrátt fyr­ir nýju sprung­una.

Páll kvaðst ekki hafa trú á að hraun­flæði hafi auk­ist í heild­ina þrátt fyr­ir opn­un nýju sprung­unn­ar. Hann mark­ar það af óró­an­um og seg­ir hann yf­ir­leitt hafa reynst góðan mæli­kv­arða á hvað mikið hraun flæðir. Páll sagði það raun­ar eiga eft­ir að koma í ljós hvaða áhrif nýja sprung­an hef­ur á hraun­flæðið.

„Þetta sýn­ir það að svona gossprungu­kerfi get­ur verið óstöðugt,“ sagði Páll. „Það er lexía út af fyr­ir sig að það er ekki hægt að ganga að þessu vísu þótt menn séu bún­ir að fylgj­ast með gos­inu í marga daga og allt hafi virst vera í stöðugu ástandi þá get­ur það breyst snögg­lega.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur ferðamönn­um við gosstöðvarn­ar verið snúið aft­ur til Skóga og niður í Þórs­mörk  og einnig  hef­ur far­ar­tækj­um á Mýr­dals­jökli verið snúið til baka.

Byggð um­hverf­is Eyja­fjalla­jök­ul er ekki tal­an stafa hætta af nýrri gossprungu á Fimm­vörðuhálsi.   Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or, hef­ur verið í sam­bandi við Sam­hæf­ing­ar­stöð og tel­ur eins og Páll Ein­ars­son, að um sé að ræða sprungu frá sömu gos­rás.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert