Um 50 ferjaðir með þyrlum

Fólk var ferjað af Heljarkambi og úr Bröttufönn vegna nýju …
Fólk var ferjað af Heljarkambi og úr Bröttufönn vegna nýju sprungunnar sem opnaðist rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Kristinn Garðarsson

Um 50 manns fengu far með þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar og Norður­flugs af Helj­ar­kambi og Bröttu­fönn í kvöld. Fólkið var ferjað niður á Mor­ins­heiði þaðan sem það gekk niður í Þórs­mörk. TF-LÍF og þyrl­ur frá Norður­flugi og Þyrluþjón­ust­unni ferjuðu fólkið. Þyrlurn­ar bíða nú í viðbragðsstöðu við Hót­el Rangá og á Skóg­um.

Nú er búið að ná stjórn á vett­vangi við gosstöðvarn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­hæf­ing­armiðstöð.  Ferðamönn­um við gosstöðvarn­ar  hef­ur verið snúið aft­ur til Skóga og niður í Þórs­mörk  og einnig  hef­ur far­ar­tækj­um á Mýr­dals­jökli verið snúið til baka.

Byggð um­hverf­is Eyja­fjalla­jök­ul er ekki tal­an stafa hætta af nýrri gossprungu á Fimm­vörðuhálsi. Magnús Tumi Guðmunds­son hef­ur verið í sam­bandi við Sam­hæf­ing­ar­stöð og tel­ur að um sé að ræða sprungu frá sömu gos­rás.   

Rétt fyr­ir sjö í kvöld opnaðist ný sprunga við gosstöðina á Fimm­vörðuhálsi. Svæðið í kring­um gosstöðina var rýmt af lög­reglu og björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um, sem voru á vakt á svæðinu.

Ferðalöng­um á leið að gosstöðinni var snúið frá, að sögn Al­manna­varna. Ákveðið var að loka veg­um í varðúðarskyni inn í Þórs­mörk, á Mýr­dals­jök­ul um Sól­heima­jök­ul og við Skóga. Sam­band var haft við skála­verði í Þórs­mörk og þeir upp­lýst­ir um stöðuna. Ekki er hætta í byggð vegna þess­ara breyt­inga á gosstöðinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert